Sport

Hefur áhyggjur af fuglaflensu - ekki United

Jose Mourinho
Jose Mourinho NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho segist hafa meiri áhyggjur af fuglaflensufaraldri en áhlaupi Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. United hefur unnið átta leiki í röð og hefur forskot Chelsea á toppnum minnkað hratt að undanförnu.

"Ég hef ekki áhyggjur af fótbolta, en ég hef sannarlega áhyggjur af fuglaflensunni sem nýlega kom upp í Skotlandi. Ég verð að kaupa mér grímu," sagði stjórinn. "United hefur spilað mjög vel undanfarið og átta leikir í röð er mjög gott. Í deildarkeppni er það hinsvegar alltaf besta liðið sem vinnur og við höfum tekið okkar góðu rispur og erum þessvegna á toppnum," sagði Mourinho og bætti því við að hann hlakkaði til að vinna titil fjórða árið í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×