Sport

Lehmann ver mark Þjóðverja

Jens Lehmann er orðinn landsliðsmarkvörður númer eitt hjá Þjóðverjum
Jens Lehmann er orðinn landsliðsmarkvörður númer eitt hjá Þjóðverjum NordicPhotos/GettyImages

Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, hefur tilkynnt að það verði Jens Lehmann hjá Arsenal sem muni verða markvörður númer eitt hjá þýska liðinu á HM, en Lehmann hefur háð harða baráttu við landa sinn Oliver Kahn hjá Bayern Munchen um landsliðssætið á síðustu mánuðum og eru litlir kærleikar þeirra á milli.

"Þetta var erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka á ferlinum sem þjálfari," sagði Klinsmann. "Ég er mjög vonsvikinn," sagði Kahn, sem hefur spilað yfir 80 leiki fyrir Þjóðverja og var kjörinn besti leikmaður HM árið 2002. "Ég verð bara að einbeita mér að því að klára tímabilið með Bayern og sjá svo til hvað ég geri eftir það," sagði Kahn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×