Tjöldin fallin í tóbaksversluninni Björk 7. apríl 2006 22:30 Tjöldin eru fallin í tóbaksversluninni Björk í Bankastræti eftir að Hæstiréttur komst að því að eiganda verslunarinnar sé heimilt að hafa tóbaksvörur sínar sýnilegar í versluninni. Eigandinn fagnar úrskurðinum og það gera fastakúnnar hans líka. Sölva Óskarssyni, eiganda tóbaksverslunarinnar, var árið 2002 gert að hylja þær vörur sem hann seldi með tjöldum í samræmi við ný tóbaksvarnarlög. Tóbak og vörumerki tóbaks mátti sem sagt ekki vera sýnilegt viðskiptavinum. Þessu undi Sölvi ekki sótti rétt sinn fyrir dómstólum ásamt tveimur tóbaksfyrirtækjum, en þess var meðal annars krafist að Sölvi fengi að hafa vörur sínar sýnilegar. Á það féllst Hæstiréttur í gær klukkan fjögur og um hálftíma síðar voru tjöldin rifin niður. Í dómi Hæstaréttar segir að með algjöru banni við að sýna tóbak á sölustöðum hafi löggjafinn brotið gegn tjáningar- og atvinnufrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar enda hafi löggjafinn ekki sýnt fram á nauðsyn þess að láta bannið ná til tóbaksverslana. Sölvi er hinn kátasti með niðurstöðuna og segir hana ekki hafa komið sér á óvart. Hann segist hafa treyst lögmanni sínum, Hróbjarti Jónatanssyni, vel fyrir verkinu og hann hafi skilað því vel. Aðspurður segir Sölvi að eftir eigi að reikna út af hversu miklum viðskiptum hann hafi orðið vegna sýningarbannsins. Fjölmiðlar geti kannski spurt markaðsfræðinga hver áhrifin séu af því að hafa vöru sem maður ætli að selja ekki til sýnis. Sölvi hefur rekið verslunina síðastliðið 21 ár. Ljóst er að fleiri fagna úrskurði Hæstaréttar því Sölva hafa í gær og dag borist fjölmargar stuðningskveðjur. Hann segir fastakúnna hafa komið og glaðst með honum og þá hafi hann fengið heillaóskaskeyti og blómvendi senda. Nú geti viðskiptavinir hans séð þá vöru sem í boði sé í stað þess að hún sé falin á bak við tjald. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Tjöldin eru fallin í tóbaksversluninni Björk í Bankastræti eftir að Hæstiréttur komst að því að eiganda verslunarinnar sé heimilt að hafa tóbaksvörur sínar sýnilegar í versluninni. Eigandinn fagnar úrskurðinum og það gera fastakúnnar hans líka. Sölva Óskarssyni, eiganda tóbaksverslunarinnar, var árið 2002 gert að hylja þær vörur sem hann seldi með tjöldum í samræmi við ný tóbaksvarnarlög. Tóbak og vörumerki tóbaks mátti sem sagt ekki vera sýnilegt viðskiptavinum. Þessu undi Sölvi ekki sótti rétt sinn fyrir dómstólum ásamt tveimur tóbaksfyrirtækjum, en þess var meðal annars krafist að Sölvi fengi að hafa vörur sínar sýnilegar. Á það féllst Hæstiréttur í gær klukkan fjögur og um hálftíma síðar voru tjöldin rifin niður. Í dómi Hæstaréttar segir að með algjöru banni við að sýna tóbak á sölustöðum hafi löggjafinn brotið gegn tjáningar- og atvinnufrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar enda hafi löggjafinn ekki sýnt fram á nauðsyn þess að láta bannið ná til tóbaksverslana. Sölvi er hinn kátasti með niðurstöðuna og segir hana ekki hafa komið sér á óvart. Hann segist hafa treyst lögmanni sínum, Hróbjarti Jónatanssyni, vel fyrir verkinu og hann hafi skilað því vel. Aðspurður segir Sölvi að eftir eigi að reikna út af hversu miklum viðskiptum hann hafi orðið vegna sýningarbannsins. Fjölmiðlar geti kannski spurt markaðsfræðinga hver áhrifin séu af því að hafa vöru sem maður ætli að selja ekki til sýnis. Sölvi hefur rekið verslunina síðastliðið 21 ár. Ljóst er að fleiri fagna úrskurði Hæstaréttar því Sölva hafa í gær og dag borist fjölmargar stuðningskveðjur. Hann segir fastakúnna hafa komið og glaðst með honum og þá hafi hann fengið heillaóskaskeyti og blómvendi senda. Nú geti viðskiptavinir hans séð þá vöru sem í boði sé í stað þess að hún sé falin á bak við tjald.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira