Sport

Rangers sleppur vel

Stuðningsmenn Rangers voru allt annað en til sóma á Spáni en félagið sleppur mjög vel eftir ólæti þeirra. Til greina þótti koma að liðið þyrfti að spila næstu leiki í Evrópukeppninni fyrir luktum dyrum, en félagið slapp með lága sekt
Stuðningsmenn Rangers voru allt annað en til sóma á Spáni en félagið sleppur mjög vel eftir ólæti þeirra. Til greina þótti koma að liðið þyrfti að spila næstu leiki í Evrópukeppninni fyrir luktum dyrum, en félagið slapp með lága sekt NordicPhotos/GettyImages
Knattspyrnufélagið Glasgow Rangers sleppur með aðeins 9.000 punda sekt eftir ólæti stuðningsmanna félagsins fyrir síðari leikinn gegn Villareal í Meistaradeildinni á dögunum. Stuðningsmenn skoska liðsins köstuðu grjóti í liðsrútu spænska liðsins og voru sakaðir um kynþáttafordóma í garð leikmanna Villareal. Þeir voru hinsvegar sýknaðir af þeim ákærum þar sem ekki fundust nægilegar sannanir fyrir þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×