Skammarleg framkoma Webber og Iverson 19. apríl 2006 07:00 Chris Webber og Allen Iverson gerðu ansi lítið úr þjálfara sínum í nótt og sýndu stuðningsmönnum Philadelphia litla virðingu með framkomu sinni. Philadelphia var í góðri stöðu með að komast í úrslitakeppnina fyrir nokkrum vikum, en klúðraði því með tilþrifum á lokasprettinum. Eigandi liðsins hefur boðað miklar breytingar á leikmannahópnum í sumar NordicPhotos/GettyImages Chris Webber og Allen Iverson eru ekki vinsælustu mennirnir í Philadelphia í dag eftir að þeir mættu of seint í síðasta heimaleik liðs síns í gærkvöldi og gerðu eiganda, þjálfara og stuðningsmenn Philadelphia 76ers að fíflum. Þeir félagar áttu reyndar báðir við smávægileg meiðsli að stríða og því stóð ekki til að láta þá spila, en þeir eiga báðir eftir að svara fyrir framkomu sína með sektum eða jafnvel leikbönnum. Maurice Cheeks þjálfari Philadelphia var nýbúinn að hrósa Iverson í hástert fyrir að vera öflugur liðsmaður í viðtali fyrir leikinn þegar einn blaðamanna benti á það að hvorki Iverson né Webber væri mættur til búningsherbergja skömmu áður en flautað var til leiks. Leikmönnum ber skylda að mæta í hús í það minnsta 90 mínútum fyrir leik. Cheeks þjálfari stormaði við það inn til búningsherbergja og sá þar treyjur þeirra Webber og Iverson hanga ósnertar á snaga. Cheeks átti vart til orð til að lýsa undrun sinni og hinn alla jafna rólegi eigandi liðsins Billy King var greinilega mjög æstur yfir uppátæki þeirra félaga, sem að sögn vitna læddust inn í höllina um leið og flautað var til leiks. Þeir eiga að sögn eiganda félagsins yfir höfði sér harðorða ræðu, sekt og jafnvel leikbann - en King sá sig tilneyddan til að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar á þessari dæmalausu uppákomu. Leikurinn sjálfur varð aldrei mikið fyrir augað þar sem bæði lið hvíldu lykilmenn sína - þó Philadelphia hefði líklega frekar vilja hafa þá á varamannabekknum. Það voru heimamenn sem höfðu sigur í leiknum 91-88 og var Andre Iguodala stigahæstur með 27 stig. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira
Chris Webber og Allen Iverson eru ekki vinsælustu mennirnir í Philadelphia í dag eftir að þeir mættu of seint í síðasta heimaleik liðs síns í gærkvöldi og gerðu eiganda, þjálfara og stuðningsmenn Philadelphia 76ers að fíflum. Þeir félagar áttu reyndar báðir við smávægileg meiðsli að stríða og því stóð ekki til að láta þá spila, en þeir eiga báðir eftir að svara fyrir framkomu sína með sektum eða jafnvel leikbönnum. Maurice Cheeks þjálfari Philadelphia var nýbúinn að hrósa Iverson í hástert fyrir að vera öflugur liðsmaður í viðtali fyrir leikinn þegar einn blaðamanna benti á það að hvorki Iverson né Webber væri mættur til búningsherbergja skömmu áður en flautað var til leiks. Leikmönnum ber skylda að mæta í hús í það minnsta 90 mínútum fyrir leik. Cheeks þjálfari stormaði við það inn til búningsherbergja og sá þar treyjur þeirra Webber og Iverson hanga ósnertar á snaga. Cheeks átti vart til orð til að lýsa undrun sinni og hinn alla jafna rólegi eigandi liðsins Billy King var greinilega mjög æstur yfir uppátæki þeirra félaga, sem að sögn vitna læddust inn í höllina um leið og flautað var til leiks. Þeir eiga að sögn eiganda félagsins yfir höfði sér harðorða ræðu, sekt og jafnvel leikbann - en King sá sig tilneyddan til að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar á þessari dæmalausu uppákomu. Leikurinn sjálfur varð aldrei mikið fyrir augað þar sem bæði lið hvíldu lykilmenn sína - þó Philadelphia hefði líklega frekar vilja hafa þá á varamannabekknum. Það voru heimamenn sem höfðu sigur í leiknum 91-88 og var Andre Iguodala stigahæstur með 27 stig.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira