Arenas og Redd skoruðu báðir 43 stig 19. apríl 2006 05:45 Michael Redd keyrir hér framhjá Gilbert Arenas í leik Washington og Milwaukee í gærkvöld, en þeir félagar skoruðu báðir 43 stig í leiknum NordicPhotos/GettyImages Sjónvarpsleikurinn á NBA TV í gærkvöldi var hin besta skemmtun en þar bar Washingto sigurorð af Milwaukee á heimavelli sínum 116-103, þar sem Gilbert Arenas hjá Washington og Michael Redd skoruðu 43 stig hvor. Það voru þó heimamenn sem höfðu sigur og eru í góðri stöðu með að ná fimmta sætinu í úrslitakeppninni í Austurdeildinni. Atlanta lagði varalið Miami á heimavelli 103-100 með sigurkörfu Tyrone Lue á lokasekúndunum. Sigurinn var sá 26. hjá Atlanta í vetur og þó það sé auðvitað ekki stórkostlegur árangur - er það engu að síður tvöföldun á sigurleikjum liðsins í fyrravetur. Zaza Pachulia skoraði 18 stig fyrir Atlanta, en Dorell Wright skoraði 19 stig fyrir Miami sem hvílir þá Shaquille O´Neal og Dwayne Wade fyrir átökin í úrslitakeppninni. Memphis lagði LA Clippers 101-95 á heimavellli sínum og tryggði sér þar með hið allt annað en eftirsótta fimmta sæti í Vesturdeildinni, þar sem ljóst er að liðið mun mæta sterku liði Dallas Mavericks. Clippers fær sjötta sætið, en því fylgir einvígi við lið Denver sem er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar - en er í alla staði mun lakara lið en Dallas. Mikið hafði verið rætt um gallana í reglunum sem ráða uppröðun liða í úrslitakeppnina með tilkomu sjötta riðilsins í deildinni - því bæði Clippers og Memphis hefðu í raun hagnast á því að tapa leik kvöldsins. Ekki var uppstillingin til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum, því bæði lið hvíldu sína bestu menn. John Singleton skoraði 23 stig fyrir Clippers, en Jake Tsakalidis skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst hjá Memphis. Að lokum vann Sacramento 9. sigur sinn í síðustu 11. leikjum þegar það skellti Seattle 111-105 á heimavelli sínum. Bonzi Wells skoraði 23 stig fyrir Sacramento og Kenny Thomas skoraði 17 stig og hirti 18 fráköst, en Ray Allen skoraði 26 stig fyrir Seattle og Luke Ridnour skoraði 14 stig og gaf 15 stoðsendingar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Sjá meira
Sjónvarpsleikurinn á NBA TV í gærkvöldi var hin besta skemmtun en þar bar Washingto sigurorð af Milwaukee á heimavelli sínum 116-103, þar sem Gilbert Arenas hjá Washington og Michael Redd skoruðu 43 stig hvor. Það voru þó heimamenn sem höfðu sigur og eru í góðri stöðu með að ná fimmta sætinu í úrslitakeppninni í Austurdeildinni. Atlanta lagði varalið Miami á heimavelli 103-100 með sigurkörfu Tyrone Lue á lokasekúndunum. Sigurinn var sá 26. hjá Atlanta í vetur og þó það sé auðvitað ekki stórkostlegur árangur - er það engu að síður tvöföldun á sigurleikjum liðsins í fyrravetur. Zaza Pachulia skoraði 18 stig fyrir Atlanta, en Dorell Wright skoraði 19 stig fyrir Miami sem hvílir þá Shaquille O´Neal og Dwayne Wade fyrir átökin í úrslitakeppninni. Memphis lagði LA Clippers 101-95 á heimavellli sínum og tryggði sér þar með hið allt annað en eftirsótta fimmta sæti í Vesturdeildinni, þar sem ljóst er að liðið mun mæta sterku liði Dallas Mavericks. Clippers fær sjötta sætið, en því fylgir einvígi við lið Denver sem er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar - en er í alla staði mun lakara lið en Dallas. Mikið hafði verið rætt um gallana í reglunum sem ráða uppröðun liða í úrslitakeppnina með tilkomu sjötta riðilsins í deildinni - því bæði Clippers og Memphis hefðu í raun hagnast á því að tapa leik kvöldsins. Ekki var uppstillingin til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum, því bæði lið hvíldu sína bestu menn. John Singleton skoraði 23 stig fyrir Clippers, en Jake Tsakalidis skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst hjá Memphis. Að lokum vann Sacramento 9. sigur sinn í síðustu 11. leikjum þegar það skellti Seattle 111-105 á heimavelli sínum. Bonzi Wells skoraði 23 stig fyrir Sacramento og Kenny Thomas skoraði 17 stig og hirti 18 fráköst, en Ray Allen skoraði 26 stig fyrir Seattle og Luke Ridnour skoraði 14 stig og gaf 15 stoðsendingar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Sjá meira