Viðskipti erlent

Vísitala neysluverðs hækkaði í Bandaríkjunum

Mynd/AFP

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,4 prósent í Bandaríkjunum í marsmánuði en það nemur 3,4 prósenta hækkun á ársgrundvelli. Þetta er meiri hækkun en fjármálasérfræðingar bjuggust við en helsta ástæðan er hækkun á eldsneytisverði og fatnaði. Þetta er engu að síður lækkun frá febrúarmánuði en þá nam hún 3,6 prósentum á ársgrundvelli.

Hækkun á eldsneyti og öðrum orkugjöfum er helsta ástæða hækkunar neysluvísitölunnar en hún nemur 1,3 prósentum á milli mánaða. Í febrúar lækkaði verðið hins vegar um 1,2 prósent frá janúar.

Fjármálasérfræðingar segjast óttast að verð á neysluvörum muni hækka enn frekar á næstu mánuðum m.a. vegna þess að eldsneyti geti hækkað enn frekar í verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×