Viðskipti erlent

Hagnaður Tesco jókst um 17 prósent

Mynd/AFP

Breska verslunarkeðjan Tesco PLC skilaði 17 prósenta hagnaði á síðasta ári. Keðjan hefur í bígerð að hagræða í rekstri og spara þannig 5 milljarða punda á næstu 5 árum.

Hagnaður Tesco nam 2,2 milljörðum punda. Þá hækkuðu tekjur Tesco um 16,5 prósent á milli ára.

Smásalar hafa kvartað undan erfiðri sölu undanfarna mánuði en að sögn Tesco hefur sala fyrirtækisins aukist um 7,5 prósent.

Gengi hlutabréfa í Tesco lækkuðu um 0,5 prósent og standa nú í 325 pensum á hlut.

Að sögn fréttastofunnar Associated Press hefur Tesco haft betur í samkeppninni við helstu keppinauta sína, bandarísku verslunarkeðjuna Wal-Mart og J. Sainsbury.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×