Sport

Við gleymumst fljótt ef við náum ekki í úrslit

Juan Roman Riquelme hefur sannarlega farið á kostum með spútnikliði Villarreal í vetur
Juan Roman Riquelme hefur sannarlega farið á kostum með spútnikliði Villarreal í vetur NordicPhotos/GettyImages

Argentínski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme hjá Villarreal segir að sínir menn verði að leggja Arsenal að velli í kvöld og komast í úrslitaleik meistaradeildarinnar ef þeir ætli sér að láta muna eftir árangri sínum í keppninni. Hann segir að knattspyrnuheimurinn verði fljótur að gleyma afrekum liðsins í vetur ef því tekst ekki að vinna sér sæti í úrslitaleiknum.

"Ef við komumst ekki í úrslit, verða allir fljótir að gleyma okkur. Við vitum að enginn gleymir liðum sem sigra í keppninni og við viljum allir láta muna eftir okkur. Ég finn ekki fyrir sérstakri pressu fyrir leikinn gegn Arsenal, því ég er fyrst og fremst ánægður að fá tækifæri til að spila svona stóran leik," sagði Riquelme.

Síðari leikur Villarreal og Arsenal fer fram á El Madrigal í kvöld og verður auðvitað í beinni útsendingu á Sýn. Útsending hefst klukkan 18:30, en Guðni Bergs og félagar hefja upphitun nokkru fyrr eða klukkan 18:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×