Innlent

Erlendir blaðamenn hér á landi vegna tónlistarhátíðarinnar Vorblót

Blaðamenn frá tímaritunum Mojo og Songlines og Breska ríkisútvarpinu BBC eru meðal þeirra erlendu fjölmiðla sem koma hingað til lands vegna tónlistarhátíðarinnar Vorblót, eða Rite of Spring eins og hátíðin er titluð erlendis.

Songlines er eitt stærsta og virtasta tónlistarrit heims á sviði heims- og þjóðlagatónlistar. Blaðamenn þess eru mjög spenntir fyrir hátíðinni, ekki síst að sjá serbnesku hljómsveitina KAL og þá innlendu listamenn sem koma fram á hátíðinni. Þeir ætla sér heldur ekki að missa af skotunum í Salsa Celtica, en ekki er langt síðan hún prýddi forsíðu blaðsins.

Songlines hefur farið lofsamlegum orðum um nýjustu breiðskífu sveitarinnar El Camino og frammistöðu hennar á tónleikum og m.a. sagt; "Salsa Celtica have real emotional range… El Camino's passion, energy and virtuosity suggest that Salsa Celtica's form of fusion has far to go. A road well worth following."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×