Sport

Barcelona gæti orðið stórveldi

Ronaldinho segir að sigur í kvöld gæti markað upphaf að nýju knattspyrnustórveldi í Barcelona
Ronaldinho segir að sigur í kvöld gæti markað upphaf að nýju knattspyrnustórveldi í Barcelona AFP

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segir að ef liðið nær að slá AC Milan út úr meistaradeildinni í kvöld, gæti sigurinn markað þáttaskil í sögu félagsins og orðið til þess að gera Barcelona að nýju stjórveldi í Evrópuboltanum - líkt og lið AC Milan á árunum í kring um 1990.

"Við viljum gera Barcelona lið dagsins í dag að stórveldi eins og AC Milan var á sínum tíma, því við berum mikla virðingu fyrir Milan," sagði Ronaldinho. Milan-liðið var ósigrandi seint á níunda áratug síðustu aldar og í upphafi þess tíunda - þegar menn eins og Marco Van Basten, Ruud Gullit og Frank Rijkaard, núverandi stjóri Barcelona voru lykilmenn í liðinu.

"Við höfum allt sem til þarf til að búa til stórkostlegt lið hér í Barcelona, en það er ekki nóg að vera með frábært lið - þú verður að skila titlum í hús. Við erum allir tilbúnir í leikinn í kvöld og getum ekki beðið eftir að mæta Milan," sagði Ronaldinho, sem átti stóran þátt í sigurmarki Barca í Mílanó um daginn sem kom liðinu í afar vænlega stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×