Vinnubrögð meirihlutans algjörlega óviðunandi 28. apríl 2006 13:46 MYND/Valgarður Gís Vinnubrögð meirihlutans í Kópavogi í málefnum Gustssvæðisins eru algjörlega óviðunandi að mati Samfylkingarmanna í bænum. Kópavogsbær hefur ákveðið að ganga til viðræðna við stjórnarmenn Gusts um að taka yfir kauptilboð þeirra á hesthúsum á svæðinu.Forsaga málsins er sú að í ágúst í fyrra hófu fjárfestar að kaupa upp hesthús á Gustssvæðinu sem svo er kallað og fyrr en varði áttu þeir um 40 prósent húsanna. Svæði Gusts í Kópavogi verður sífellt verðmætara enda á góðum stað í bænum eins og sjá má á þessu korti. Svæðið er nærri íbúðabyggð og stærstu verslunarmiðstöð landsins, Smáralind. Kaup fjármálamannanna á hesthúsunum olli hestamönnum talsverðum ótta og þótti þeim sem framtíð sinni væri ógnað þar sem ekki var gert ráð fyrir nýjum hesthúsum í Kópavogi og líklegt að nýju eigendurnir hefðu aðra fyrirætlan með lóðir svæðisins en að þar skyldi vera hesthúsabyggð. Því gengu stjórnarmenn Gusts að samningarborðinu með fjármálamönnunum og gerðu kauptilboð í húsin. Nú vilja þeir að Kópavogsbær taki yfir kauptilboðin og í gær samþykkti bæjarráð að ganga til viðræðna við þá. Samfylkingarmenn eru afar óhressir með vinnubrögð bæjarráðs og telja þau algjörlega óviðunandi. Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi segir að menn séu að græða hundruð milljóna á því sem hann kallar braski með fasteignir. Hann segir algerlega óeðlilegt að stjórnarmenn Gusts geti gefið bæjarfélaginu ákveðinn frest til að ganga að tilboðinu eða ekki og að svona vinnubrögð eigi ekki að líðast. Hann segir bæjarstjórann í Kópavogi algerlega vanhæfann í málinu þar sem kona hans eigi nokkur hesthús á svæðinu og hreint með ólíkindum að hann hafi haft sig frammi í málinu. Hann segir Samfylkinguna vilja leysa vanda hestamanna með því að reisa nýja hesthúsabyggð. Það sé eðlilegur framgangur svona mála. Fréttir Hestar Innlent Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Fleiri fréttir Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Sjá meira
Vinnubrögð meirihlutans í Kópavogi í málefnum Gustssvæðisins eru algjörlega óviðunandi að mati Samfylkingarmanna í bænum. Kópavogsbær hefur ákveðið að ganga til viðræðna við stjórnarmenn Gusts um að taka yfir kauptilboð þeirra á hesthúsum á svæðinu.Forsaga málsins er sú að í ágúst í fyrra hófu fjárfestar að kaupa upp hesthús á Gustssvæðinu sem svo er kallað og fyrr en varði áttu þeir um 40 prósent húsanna. Svæði Gusts í Kópavogi verður sífellt verðmætara enda á góðum stað í bænum eins og sjá má á þessu korti. Svæðið er nærri íbúðabyggð og stærstu verslunarmiðstöð landsins, Smáralind. Kaup fjármálamannanna á hesthúsunum olli hestamönnum talsverðum ótta og þótti þeim sem framtíð sinni væri ógnað þar sem ekki var gert ráð fyrir nýjum hesthúsum í Kópavogi og líklegt að nýju eigendurnir hefðu aðra fyrirætlan með lóðir svæðisins en að þar skyldi vera hesthúsabyggð. Því gengu stjórnarmenn Gusts að samningarborðinu með fjármálamönnunum og gerðu kauptilboð í húsin. Nú vilja þeir að Kópavogsbær taki yfir kauptilboðin og í gær samþykkti bæjarráð að ganga til viðræðna við þá. Samfylkingarmenn eru afar óhressir með vinnubrögð bæjarráðs og telja þau algjörlega óviðunandi. Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi segir að menn séu að græða hundruð milljóna á því sem hann kallar braski með fasteignir. Hann segir algerlega óeðlilegt að stjórnarmenn Gusts geti gefið bæjarfélaginu ákveðinn frest til að ganga að tilboðinu eða ekki og að svona vinnubrögð eigi ekki að líðast. Hann segir bæjarstjórann í Kópavogi algerlega vanhæfann í málinu þar sem kona hans eigi nokkur hesthús á svæðinu og hreint með ólíkindum að hann hafi haft sig frammi í málinu. Hann segir Samfylkinguna vilja leysa vanda hestamanna með því að reisa nýja hesthúsabyggð. Það sé eðlilegur framgangur svona mála.
Fréttir Hestar Innlent Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Fleiri fréttir Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Sjá meira