Innlent

Enginn áhugi lengur fyrir kröfugöngum

MYND/Vísir

Fjölskylduhátíðir í stað kröfugangna á baráttudegi verkalýðsins, er krafa formanns Rafiðnaðarsambandsins. Hann segir félagsmenn verkalýðsfélaganna engan áhuga hafa lengur á því að fara í kröfugöngur.

Þeir sem til þekkja höfðu á orði eftir hátíðahöldin á baráttudegi verkalýðsins í gær, 1. maí, að verkalýðsbaráttan hefði breyst. Krafturinn í kröfugöngum sé ekki sá sami sem að hluta til má án efa rekja til þess að færri mæta í slíkar göngur en áður. Engin kröfuganga var farin á Akureyri í ár, í fyrsta sinn í áratugi, og segir formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, Guðmundur Gunnarsson, þær reyndar hvergi fara fram lengur, annars staðar en í Reykjavík.

Guðmundur hefur lagt til að gangan í höfuðborginni verði lögð af og í hennar stað verði haldin stór fjölskylduhátíð í Laugardalshöllinni þar sem verkalýðsfélögin gætu um leið kynnt baráttumál sín, hvað hefði áunnist og hvað vanti upp á o.s.frv. Þeir einu sem mæti í göngurnar nú til dags séu forystumennirnir. Guðmundur neitar því þó að ekki sé lengur þörf fyrir baráttudag eins og 1. maí - það þurfi bara að breyta fyrirkomulaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×