Innlent

Dagur gegn megrun og fordómum í garð feitra

Megrunarlausi dagurinn, baráttudagur gegn átröskun, megrun og fordómum í garð feitra, er á laugardag.Lögð er áhersla á að konur hætti að eltast við óraunhæfar útlitskröfur.

Leiða má líkum að því að margir þekki einhvern eða séu sjálfir í megrun til að grennast, ef ekki hafa þeir eflaust heyrt minnst á Southbeach kúrinn, danska kúrinn, atkinskúrinn eða aðra kúra. Sigrún Daníelsdóttir, verefnisstjóri dagsins, segir megrunarkúra sjaldnast virka til lengri tíma litið og að oft séu þeir skaðlegir. Hún segir ekkert mæla gegn því að borða hollan mat og hreyfa sig.

Þeir sem standa að megrunarlausdeginum segja útlitdýrkun komna út í öfga hér á landi, til dæmis sé sá sem bætt hefur á sig nokkrum kílóum oft spurður hvort hann ætli ekki að fara taka sig á.

Guðrún Beta Mánadóttir, hjá Femínistafélaginu, segir stanslausar útliskröfur vera lúmska aðferð þeirra sem vinni í útlisgeiranum til að græða meira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×