Innlent

Leita peningafalsara á Akranesi

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. MYND/GVA

Falsaðir fimm hundruð króna seðlar eru í umferð á Akranesi og leggur lögreglan mikla áherslu á að finna falsarann. Tveir falsaðir seðlar hafa komið fram í útibúi KB banka og þrír fundust við uppgjör eftir dansleik.

Að sögn lögreglu eru seðlarnir ekki vandaðir , þegar betur er að gáð. Notast er við venjulegan A-fjórir pappír, en hann er kuðlaður eftir prentunina. Þá láta seðlarnir lit í raka. Þung refsing liggur við peningafölsun.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×