Innlent

Skilar álitsgerð um tónlistarhúsið í dag

Mynd/Vísir

Ríkisendurskoðandi skilar í dag fjárlaganefnd Alþingis álitsgerð um heimild fjármálaráðherra til að greiða umsaminn hlut ríkisins í tónlistarhúsinu, sem á að rísa við Reykjavíkurhöfn, og mun þar véfengja heimild stjórnvalda til framkvæmdanna, að því er Fréttablaðið telur sig hafa heimildir fyrir.

Einar Oddur Kristjánsson varaformaður fjárlaganefndar telur óheimilt samkvæmt lögum að skuldbinda ríkissjóð fyrir milljarða króna mörg ár fram í tímann. Hann segir í viðtali við Fréttablaðið að skuldbinding ríkisins í þessu tilviki hafi ekkert gildi fyrr en Alþingi hefur samþykkt hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×