Innlent

Mörg fíkniefnamál í Borgarnesi

Frá Borgarnesi.
Frá Borgarnesi. Mynd/Vilhelm

Alls hafa sautján fíknefnamál komið upp hjá lögreglunni í Borgarnesi frá áramótum. Um nokkuð mikið magn fíkniefna er að ræða en fréttavefurinn Skessuhorn greinir frá því að lögreglan hafi lagt hald á rúmlega tíu kíló af kannabisefnum og á þriðja hundrað kannabisplantna. Þá hefur lögreglan einnig lagt hald á amfetamín og stera. Í tengslum við þessi mál hefur fíkniefna verið leitað í sextán ökutækjum og lögreglan hefur farið fjórum sinnum í húsleit í umdæmi sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×