Innlent

Falsaðir peningaseðlar í umferð á Akranesi

Ófalsaður 500 króna seðill.
Ófalsaður 500 króna seðill. Mynd/Vísir

Falsaðir fimm hundruð króna seðlar eru í umferð á Akranesi og leggur lögreglan mikla áherslu á að finna falsarann. Tveir falsaðir seðlar hafa komið fram í útibúi KB bankann og þrír fundust við uppgjör eftir dansleik. Að sögn lögreglu eru seðlarnir ekki vandaðir, þegar betur er að gáð. Notast er við venjulegan A4 pappír, en hann er kuðlaður eftir prentunina. Þá láta seðlarnir lit í raka. Þung refsing liggur við peningafölsun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×