Innlent

Skipsflak finnst á botni Arnarfjarðar

Skipsflak fannst á botni Arnarfjarðar fyrir helgina þegar verið var að mynda veiðarfæri í sjó með neðansjávarmyndavél um borð í Árna Friðrikssyni RE-200. Á Fréttavef Bæjarins besta kemur fram að talið sé að skipsflakið sé í minna lagi og hafi legið lengi á botni fjarðarins. Ekki var vitað um flak á þessum slóðum en getgátur eru um að flakið sé af seglskútunni Gyðu BA sem fórst með allri áhöfn í tíunda apríl árið 1910.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×