Innlent

Íbúar Selfoss safna fyrir nýjum fíkniefnahundi

Mynd/Vísir
Íbúar á Selfossi hafa hrundið af stað söfnun fyrir lögregluna í bænum til að fylla í skarð fíkniefnahundsins Fernis sem drapst á síðasta ári. Lögregluþjónar á staðnum segjast hafa orðið varir við fækkun fíkniefnamála það sem af er þessu ári. Þó einhverjir kunni að líta á það sem góðar fréttir er Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður í Árnessýslu ekki sannfærður um að svo sé. Hann heldur frekar að fráfall fíkniefnahundsins Fernis eigi þátt í fækkuninni þó hann vilji ekki fullyrða algerlega um það mál. Segir hann að brýn þörf sé fyrir sérþjálfaðan lögregluhund á staðnum. Ástæðan sé einkum vegna mikils fjölda sumarbústaða í umdæminu auk þess sem Selfosslögreglan hafi eftirlit með fangelsinu á Litla-hrauni.

Þess má geta að sérþjálfaður lögregluhundur kostar um það bil eina til tvær milljónir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×