Innlent

Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að sýna stúlkum klámmynd

Karlmaður á fertugsaldri var í gær dæmdur fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa sýnt dætrum fyrrum sambýliskonu sinnar klámmynd. Maðurinn var þó sýknaður af ákærum þess efnis að hann hefði haft munnmök við stúlkunar og látið þær hafa munnmök við sig.

Maðurinn var í sambúð með móðir stúlknanna frá ársbyrjun 2003 og fram til júní 2004 þegar þau slitu samvistum. Maðurinn átti að hafa misnotað stúlkurnar, sem eru nú á tíunda og ellefta aldursári, á þeim tíma. Móðir stúlknanna lagði fram kæru á hendur manninum í september 2005 og í framhaldi voru teknar af skýrslur af stúlkunum sem dómurinn byggði meðal annars á.

Í dómnum er þess getið að skýrslurnar séu um margt ófullkomnar og ónákvæmar um mikilvæg atriði þar sem vinnubrögð spyrilsins við skýrslutöku þykja ófagleg. Auk þess hafi maðurinn alla tíð neitað sök. Hann var þó engu að síður dæmur fyrir að hafa sýnt stúlkunum klámmynd, þrátt fyrir að sú atburðarrás hafi verið fengin með leðandi spurningum til annarrar stúlkunnar.

Ekkert var þó talið hafa komið fram í málinu sem veikti vitnisburð stúlknanna varðandi klámmyndina. Þá kom einnig fram kom að önnur stúlkan hafði áður stolist til að horfa á myndina með vinkonu sinni. Maðurinn var eins og áður segir dæmur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir athæfið, auk þess sem honum er gert að greiða sakar- og málskostnað alls um 500.000 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×