Innlent

Heimildina var að finna í fjáraukalögum

Mynd/Vísir
Ríkisendurskoðandi segir að ekki megi draga þá ályktun að stjórnvöldum hafi verið óheimilt að ganga til samninga um byggingu og rekstur tónlistar- ráðstefnuhúss í Reykjavík.

Þetta kemur fram í orðsendingu sem hann hefur sent Magnúsi Stefánssyni, formanni fjárlaganefndar um fjárheimildir og bókanir framlaga vegna byggingarinnar. Áður hafði komið fram í fréttum að rískisendurskoðandi teldi meinbugi á því að gefa út heimild af slíkum toga án þess að samþykki Alþingis lægi fyrir.

Bendir ríkisendurskoðandi á að heimild fyrir verkinu hefði legið fyrir í fjáraukalögum árið 2005 en láðst hefði að geta þess í greinargerð sem kynnt var á fundi fjárlaganefndar í morgunn um fjárheimildir og bókun vegna tónlistarhússins. 

Í orðsendingu sem hann sendi nýverið frá sér tekur hann fram að láðst hafi að geta þess í greinargerðinni að í 4. grein fjáraukalaga fyrir árið 2005 hafi sérstök heimild verið veitt til að ganga til samninga um byggingu og rekstur hússins. Á fundinum hafi enn fremur ekki komið fram ábendingar að hálfu nefndarmanna um að umrædd heimild í fjáraukalögum 2005 lægi fyrir. Í ljósi þessa megi því ekki draga þá ályktun að stjórnvöldum hafi verið óheimilt að ganga til samninga vegna byggingarinnar sem á að rísa við austurhöfnina í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×