Innlent

Tekinn fyrir of hraðan akstur í áttunda sinn á einu ári

Lögreglan á Blönduósi stöðvaði í gærdag ökumann sem mældist á 139 kílómetra hraða á klukkustund. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, er góðkunningi lögreglunnar en hann hefur verið stöðvaður átta sinnum fyrir of hraðan akstur á einu ári. Þá eru ekki talin þau umferðarlagabrot sem maðurinn hefur gerst sekur um í öðrum embættum lögreglunnar. Sektir vegna brotanna hljóða upp á 170.000 krónur en maðurinn hefur auk þess fengið níu punkta vegna sömu brota.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×