Innlent

Óvenjulegur óróleiki

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. MYND/GVA

Óvenjulegur óróleiki var á peningamarkaðnum hér á landi í gær þegar úrvalsvísitalan lækkaði um hátt í tvö prósent en krónan styrktist um leið um hátt í tvö prósent.

Óvenjulegt er að hlutabréf lækki þegar krónan styrktist og þá kemur það sérfræðingum á óvart að úrvalsvísitalan skuli hafa lækkað um rösklega fjögur prósent á aðeins tveimur dögum þrátt fyrir að mörg fyrirtæki séu að birta árfjórðungsleg uppgjör, sem flest eru yfir væntingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×