Innlent

Vilja flytja Árbæjarsafn í Viðey

Gamli bærinn og kirkjan yrðu einu gömlu húsin í Árbænum ef tillögurnar ná fram að ganga.
Gamli bærinn og kirkjan yrðu einu gömlu húsin í Árbænum ef tillögurnar ná fram að ganga. MYND/Heiða

Hugmyndir eru uppi um að flytja Árbæjarsafn út í Viðey og koma því fyrir í austurenda Viðeyjar þar sem byggð var í fyrri tíð. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og hefur eftir Degi B. Eggertssyni, formanni skipulagsnefndar að honum þyki þetta spennandi hugmynd.

Samkvæmt sömu hugmyndum yrði byggð upp íbúðabyggð þar sem Árbæjarsafn er nú. Og þá er stóra spurningin: Heitir Árbæjarsafn áfram Árbæjarsafn ef það er ekki lengur í Árbænum?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×