Innlent

Átak gegn mænusótt í Nígeríu

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Mynd/Heiða
Fjölmörg íslensk fyrirtæki og einstaklingar koma að alheimsátaki gegn mænusótt sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, kynnti í morgun. Framlag Íslendinga mun veita 300 þúsund börnum í Nígeríu, bólusetningu gegn mænusótt.

Bólusetningarverkefnið er hluti af stærra samastarfsverkefni UNICEF og stjórnvalda í Nígeríu en verkefnið nær yfir fimm ára tímabil og ráðgert er að því ljúki á næsta ári. Alls eru um 40 milljónir barna undir fimm ára aldri í Nígeríu. Kostnaður við verkefnið er um 28 milljnir króna en með styrknum verður hægt að bólusetja 300 þúsund börn gegn bólusótt. Vonir standa til að með þessu mikla átaki megi útrýma bólusótt í Nígeríu og í byrjun árs 2008 verði búið að útrýma mænusótt í heiminum öllum.

Helstu styrktaraðila verkefnisins eru Hreinn Loftsson, hæstaréttarlögmaður, Lýsi, frímúrarareglan á íslandi, Eimskip, Samherji, klofningur, íslenska umboðssalan, salka-fiskmiðlun, norlandia, ice-Group, og félagsbúið Miðhrauni en þessir aðilar gefa alls 20,5 milljón króna. Þá gefur Íslenska ríkið um sjö og hálfa milljón króna. Einar Benediktsson, stjórnarformaður UNCEF á íslandi og fyrrrum sendiherra talaði um kynni sín af Nígeríu og mikilvægi þess að láta gott að sér leiða.

Bóluefnið þarf að flytja í sérútbúnum kæliboxum svo bóluefnið verði nothæft. Í hverju glasi er einn skammtur en á glasinu er hitamælir sem gefur til kynna hvort efnið sé nothæft.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×