Innlent

Óttinn yfirstiginn

Yfirstígum óttann, ráðstefna á vegum samtakanna Blátt áfram, fer fram í Kennaraháskóla Íslands í dag. Markmið ráðstefnunnar er að skoða hvað samfélagið getur gert til að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum. Robert E. Longo er aðal fyrirlesari á ráðstefnunni. Hann er sjálfstætt starfandi ráðgjafi, þjálfari og rithöfundur, sem hefur sérhæft sig í forvörnum gegn kynferðislegri misnotkun og meðferð þeirra sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi. Talið er að tíundi hver einstaklingur á Íslandi verði fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi áður en hann nær átján ára aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×