Innlent

Rafmagnslaust í Hafnarfirði

Í Hafnarfirði hefur verið rafmagnslaust í nokkrum götum í nágrenni sundlaugar bæjarins frá því klukkan tvö í nótt. Starfsmaður Hitaveitu Suðurnesja, sem annast rafveitu Hafnarfjarðar, sagði ástæðuna fyrir rafmagnsleysinu vera bilun í spenni. Unnið væri að viðgerðum og búist væri við að rafmagn kæmist aftur á um klukkan fjögur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×