Innlent

Bauhaus fær lóð við Vesturlandsveg

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag samning við þýsku byggingavöruverslunina Bauhaus um að hún fái lóð í svokölluðum Höllum við rætur Úlfarsfells austan Vesturlandsvegar. Greiðir Bauhaus um það bil 600 milljónir króna fyrir byggingarréttinn á lóðinni. Í fréttatilkynningu segir að Borgarráð hafi fagnað komu Bauhaus á byggingavöru-markaðinn í Reykjavík og sagðist í bókun vænta þess að samkeppni á þeim markaði muni aukast, borgarbúum til hagsbóta.

Þýska verslanakeðjan sótti um lóðina í janúar og hyggst hyggst reisa um 20.000 fermetra. verslunarhúsnæði á henni. Áður hafði fyrirtækið leitast við að fá lóð undir starfsemi sína í tveimur nágrannabyggðarlögum Reykjavíkur, en án árangurs.

Verðið sem greitt er fyrir byggingarréttinn á lóðinni er 30.800 krónur á hvern byggðan fermetra. Miðað við 20.000 fermetra byggingu nemur því heildargreiðsla fyrir lóðina 616 milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×