Innlent

Borgarstjóri kannar flutning Árbæjarsafns

Árbæjarsafni
Árbæjarsafni MYND/Vísir

Borgarráð fól í dag Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, borgarstjóra, að kanna kosti og galla þess að flytja stóran hluta Árbæjarsafns út í Viðey. Sérstakur starfshópur á vegum borgarstjóra gerir úttekt á flutningunum.

Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar, telur að flutningurinn myndi auka aðsókn í Viðey. Dagur segir þó ljóst að gamli bærinn og kirkjan verði aldrei flutt. Dagur telur að með því að færa húsin út í Viðey myndi eyjan laða að fleira fólk. Ef af verður er ráðgert að íbúabyggð rísi á hluta núverandi svæðis Árbæjarsafns. Dagur segir að miðað við gróft mat þá telji hann að framkvæmdirnar komi til með að standa undir sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×