Innlent

Vilja skýrari reglur um hljóðmengun

Íbúasamtök Laugardalshverfa, Grafarvogs og Þriðja hverfis hafa farið þess á leit við borgarstjórn Reykjavíkur að settar verði reglur um mat á áhrifum framkvæmda á lífsgæði íbúa. Ástæðan er sú að við undirbúning og gerð umferðarmannvirkja í Reykjavík virðast viðmið borgarinnar ekki vera þau sömu um hámarksmengun í námunda við íbúðarbyggð. Í eldri hverfum er leyfilegur umferðarniður 65 hljóðstig en í þeim nýrri er miðað við 55 hljóðstiga hámark. Íbúasamtökin segja að aukin hávaði í íbúðarbyggðum spilli fyrir lífgæðum fólks og því krefjast þau því að á skipulagsstigi séu verðmæti gerð sýnileg með einhverjum hætti.

Benda samtökin á reglur sem viðhafðar eru í nágrannalöndunum. Til dæmis er nemur hljóðmengun um það bil einu prósentustigi af verðmæti fasteignar í Kaupmannahöfn, fyrir hvert hljóðstig sem fer yfir 55 stiga viðmiðið vegna framkvæmda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×