Ég ber enga virðingu fyrir Kobe Bryant 4. maí 2006 14:55 Þeir Kobe Bryant og Raja Bell hafa háð sannkallað einvígi sín á milli, en hætt er við því að Phoenix eigi lítið svar við Bryant í leiknum í kvöld úr því að Bell verður í banni NordicPhotos/GettyImages Varnarmaðurinn sterki Raja Bell hjá Phoenix Suns var í gærkvöld dæmdur í eins leiks bann fyrir óíþróttamannslega villu á Kobe Bryant í fimmta leik LA Lakers og Phoenix í fyrrakvöld og ljóst að þessi tíðindi eru liði Phoenix gríðarlegt áfall fyrir sjötta leikinn í Los Angeles, sem sýndur verður beint á NBA TV í nótt. Bell hefur hangið á Bryant eins og skuggi allt einvígið og er eini leikmaður Phoenix sem á fræðilegan möguleika á að hægja á honum. Það eru því slæm tíðindi fyrir Phoenix að missa Bell í bann á þessum tímapunkti, því fastlega má reikna með að Bryant komi einbeittur til leiks í nótt þegar Lakers getur gert út um einvígið á heimavelli sínum í Staples Center. Raja Bell tók tíðindunum um leikbannið með jafnaðargeði og sagðist ekki geta mótmælt því - en vandaði mótherja sínum ekki kveðjurnar. "Kobe Bryant er hrokafullur og sjálfumglaður einstaklingur og ég ber enga virðingu fyrir honum" sagði Bell og bætti við að Bryant hefði slegið sig marg oft í andlitið í leiknum. "Ég er með mar á kinninni og mig verkjar í kjálkann ef ég opna munninn eftir höggin frá honum. Þegar ég fæ mörg högg í andlitið frá sama manninum, er sá hinn sami farinn yfir strikið hjá mér og ég fékk einfaldlega nóg af þessu. Ég veit að það sem ég gerði var ekki rétt og ég tek ábyrgð á því, en það var einfaldlega komið nóg af svona bellibrögðum - þetta er ekki körfubolti," sagði Bell. Nokkru áður en Bell braut harkalega á Bryant, hafði hann hrópað á dómara leiksins og kvartað yfir höggunum frá Bryant, en þá skarst Phil Jackson, þjálfari Lakers í leikinn og öskraði á dómarann að Bell hefði átt skilið að fá á kjaftinn. Augnabliki síðar braut Bell svo harkalega á Bryant, sneri sér að varamannabekk Lakers og kallaði til Jackson; "Þarna hefurðu villuna þína." Hann var svo sendur í bað fyrir villuna og Bryant fékk reyndar að fara sömu leið síðar í leiknum fyrir að nöldra í dómaranum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Sjá meira
Varnarmaðurinn sterki Raja Bell hjá Phoenix Suns var í gærkvöld dæmdur í eins leiks bann fyrir óíþróttamannslega villu á Kobe Bryant í fimmta leik LA Lakers og Phoenix í fyrrakvöld og ljóst að þessi tíðindi eru liði Phoenix gríðarlegt áfall fyrir sjötta leikinn í Los Angeles, sem sýndur verður beint á NBA TV í nótt. Bell hefur hangið á Bryant eins og skuggi allt einvígið og er eini leikmaður Phoenix sem á fræðilegan möguleika á að hægja á honum. Það eru því slæm tíðindi fyrir Phoenix að missa Bell í bann á þessum tímapunkti, því fastlega má reikna með að Bryant komi einbeittur til leiks í nótt þegar Lakers getur gert út um einvígið á heimavelli sínum í Staples Center. Raja Bell tók tíðindunum um leikbannið með jafnaðargeði og sagðist ekki geta mótmælt því - en vandaði mótherja sínum ekki kveðjurnar. "Kobe Bryant er hrokafullur og sjálfumglaður einstaklingur og ég ber enga virðingu fyrir honum" sagði Bell og bætti við að Bryant hefði slegið sig marg oft í andlitið í leiknum. "Ég er með mar á kinninni og mig verkjar í kjálkann ef ég opna munninn eftir höggin frá honum. Þegar ég fæ mörg högg í andlitið frá sama manninum, er sá hinn sami farinn yfir strikið hjá mér og ég fékk einfaldlega nóg af þessu. Ég veit að það sem ég gerði var ekki rétt og ég tek ábyrgð á því, en það var einfaldlega komið nóg af svona bellibrögðum - þetta er ekki körfubolti," sagði Bell. Nokkru áður en Bell braut harkalega á Bryant, hafði hann hrópað á dómara leiksins og kvartað yfir höggunum frá Bryant, en þá skarst Phil Jackson, þjálfari Lakers í leikinn og öskraði á dómarann að Bell hefði átt skilið að fá á kjaftinn. Augnabliki síðar braut Bell svo harkalega á Bryant, sneri sér að varamannabekk Lakers og kallaði til Jackson; "Þarna hefurðu villuna þína." Hann var svo sendur í bað fyrir villuna og Bryant fékk reyndar að fara sömu leið síðar í leiknum fyrir að nöldra í dómaranum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Sjá meira