Innlent

Dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir rán í apóteki

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framið rán í Árbæjarapóteki vopnaður hnífi í febrúar á síðasta ári. Það kemur til þyngingar dómsins að maðurinn rauf skilorð þegar atburðurinn átti sér stað.

Maðurinn krafðist skilorðsbundins dóm og skaut ríkissaksóknari málinu því til hæstaréttar í nóvember. Hæstiréttur taldi þó ekki rétt að skilorðsbinda refsinguna með tilliti til þess hve alvarlegt brot hans þykir.

 

Ákærði játaði að hafa í félagi við annan mann framið rán í Árbæjarapóteki 19. febrúar með andlit sitt hulið og vopnaður hnífi. Sögðu vitni manninn hafa stokkið yfir afgreiðsluborð, ógnað starfsmönnum og heimtað af þeim lyfið Rítalín. Mennirnir reyndu auk þess að opna sjóðsvél apóteksins en árangurs. Þeir hrifsuðu þá ýmis lyf apóteksins úr skúffu að verðmæti og höfðu á brott með sér.

Brot ákærðu þykja alvarleg og háttsemi þeirra til þess fallin að vekja ótta starfsmanna sem þurftu á áfallahjálp að halda eftir atvikið. Það var virt þeim til refsiþyngingar að þeir frömdu ránið í sameiningu en á hinn bóginn játuðu þeir báðir brot sitt skýlaust og var það virt þeim til refsilækkunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×