Innlent

Viðskiptabankarnir þola vel skell

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, segir að staða viðskiptabankanna sé það sterk að þeir þoli áföll. Hann segir þá hins vegar verða að hægja á vexti sínum. Seðlabankastjóri gagnrýnir bankastarfsemi ríkisins í gegnum íbúðalánasjóð og segir stöðuna á húsnæðismarkaðnum óviðunandi.

Davíð kynnti skýrslu Seðlabankans í dag en hún ber yfirskriftina - Vandasöm sigling framundan -

Í skýrslunni eru fjallað um þær meginbreytingar sem orðið hafa á fjármálamarkaðnum að undanförnu og framtíðarhorfur í efnahagsmálum. Þar segir að gengið hafi lækkað hraðar en gert var ráð fyrir en að breytingin hafi verið holl íslenskum markaði og að horfurnar séu ágætar þrátt fyrir meiri ójöfnuð í heimsbúskapnum og aðgegni að fjármagni komi ekki til með að verða eins hagstætt og verið hefur. Seðlabankastjóri sagði bankana verða að hægja á vexti sínum, staða þeirra sé sterk og þeir þoli vel skell. Þá gagnrýnir Seðlabankinn bankastarfsemi ríkisins og segir stöðuna á húsnæðismarkaðnum óviðunandi.

Á heildina séu horfur þó góðar svo framarlega sem rétt er haldið á spöðunum og varlega stigið til jarðar

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×