Innlent

Óvissu um afdrif starfsmanna á Keflavíkurflugvelli aflétt

Allir starfsmenn sem sagt hefur verið upp störfum á Keflavíkurflugvelli og heyra undir nýstofnaða Flugmálastjórn þar, geta fengið vinnu hjá hinni nýju stofnun. Geir h Haarde, utanríkisráðherra, segir stofnunina setta á laggirnar til bráðabyrgða en í framtíðinni muni starfsemin á Keflavíkurflugvelli heyra undir samgönguráðuneytið.

Utanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpi um stofnun Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli á Alþingi í dag. Málið verður afgreitt með sérstöku hraði, þar sem stefnt er að því að afgreiða það sem lög frá Alþingi í dag. Margs konar starfsemi á Keflavíkurflugvelli mun heyra undir hina nýju stofnun, meðal annars slökkvilið og rekstur flugbrauta. En öllu því starfsfólki sem sinnir þessum störfum fyrir Varnarliðið í dag, hefur verið sagt upp störfum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að allir þeir sem starfað hafa við rekstur flugvallarins hjá Varnarliðinu verði endurráðnir og staða þeirra ekki auglýst sérstaklega.

Mjög óvenjulegt er að tvær Flugmálastjórnir séu reknar í einu þjóðríki. Það hefur í raunin á Íslandi í áratugi samkvæmt sérstakri reglugerð, jafnvel þótt Alþjóðaflugmálastofnunin hafi gert við það athugasemdir, enda samþykkir hún aðeins ein flugmálayfirvöld í hverju landi. Nú eru hins vegar tvær flugmálastjórnir staðfestar með lögum. Lögin gera þó ráð fyrir að Flugmálastjórn Íslands beri ábyrgð á flugvernd og flugöryggi á Keflavík. Utanríkisráðherra segir þetta ástand ekki eiga að vara til langframa heldur sé það hans skoðun að hann verði síðar fluttur undir Samgönguráðuneytið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×