Innlent

Heimilt að samkeyra upplýsingar lögreglu og skattayfirvalda

Vinnumálastofnun er heimilt að samkeyra upplýsingar stofnunarinnar með upplýsingum lögreglu, Útlendingastofnunar og skattayfirvalda, eftir að ný lög um atvinnuréttindi útlendinga hér á landi tóku gildi 1. maí. Þetta er heimilað til að unnt sé að athuga hvort atvinnurekendur fari að lögum við ráðningu erlendra starfsmanna.

Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi sem Vinnumálastofnun hélt í dag vegna hinna nýju laga. Þar var einnig kynnt nýtt kerfi þar sem atvinnurekendum er gert kleift að tilkynna stofnuninni um nýja erlenda starfsmenn í gegnum netið.

Þá var greint frá því að á síðustu fjórum mánuðum síðasta árs voru gefin út rúmlega 2100 ný atvinnuleyfi fyrir útlendinga, en til samanburðar voru aðeins gefin út tæplega 1400 ný atvinnuleyfi allt árið á undan. Þetta helgast af því að frá september síðastliðnum var afgreiðsla atvinnuleyfa til ríkisborgara hinna nýju aðildarríkja EES einfölduð.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir breytinguna þann 1. maí því ekki skipta sköpum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×