Innlent

Þyrlusveit gæslunnar varla tilbúin í haust

Nær útilokað er að Landhelgisgæslan hafi til reiðu fjögurra þyrlna fullmannaða sveit í haust, þegar áætlað er að herþyrlur fari af landi brott. Það tekur til að mynda lágmark fjóra til fimm mánuði að þjálfa nýjan flugmann.

Landhelgisgæslan hefur reynt, án árangurs enn sem komið er, að fá leigðar tvær þyrlur sem eru eins og þær sem fyrir eru TF LÍF og TF SIF. Þá er það mannskapurinn til að fljúga þeim en enn er ekki runninn út umsóknarfrestur eftir nýjum flugmönnum. NFS hefur heimildir fyrir því að það þurfi að ráða sex hæfa flugmenn - og ef þeir fást ekki innanlands þá verður að ráða útlendinga í störfin.

En þessir menn - þó þeir séu vel þjálfaðir fyrir, stökkva ekki uppí næstu þyrlu í bjrögunarstörf. Benóný Ásgrímsson, flugrekstrarstjóri gæslunnar segir að það taki fjóra til fimm mánuði að þjálfa nýjan flugmann. Það sé háð því að engir hnökrar verði t.d. á því að fá aðgang að fluhermi.

Landhegisgæslan er undir mikilli tímapressu en það virðist vonlítið að það náist að hér verði fjögurra þyrlna sveit til reiðu - með fullþjálfuðum mannskap þegar herinn kveður í lok september






Fleiri fréttir

Sjá meira


×