Phoenix og LA Lakers í oddaleik 5. maí 2006 06:47 Tim Thomas tryggði Phoenix framlengingu með þriggja stiga skoti skömmu fyrir leikslok og reyndist hetja liðsins á lokasprettinum NordicPhotos/GettyImages Leikmenn Phoenix Suns sýndu svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir í nótt þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 126-118 á útivelli í frábærum framlengdum leik í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Staðan í einvíginu er fyrir vikið orðin jöfn 3-3 og því verður hreinn úrslitaleikur í Phoenix á laugardagskvöldið. Leikurinn var sýndur á beint á NBA TV og óhætt er að álykta að enginn hafi verið svikinn af flugeldasýningunni í Staples Center í nótt. Gestirnir frá Phoenix voru skrefinu á undan lengst af í leiknum í nótt, sem þó var æsispennandi allan tímann. Undir lok venjulegs leiktíma var útlit fyrir að heimamenn ætluðu að hafa sigurinn, en Tim Thomas skaut Phoenix í framlengingu með dramatískri þriggja stiga körfu aðeins 6 sekúndum fyrir leikslok. Kobe Bryant tókst ekki að skora úr síðustu sókn Lakers og því var framlengt í stöðunni 105-105. Í framlengingunni tók svo Phoenix öll völd á vellinum og skoraði 21 stig á fimm mínútum gegn 13 hjá Lakers, en þar af var Kobe Bryant með 12 þeirra. Bryant skoraði 50 stig í leiknum sem er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni. Lamar Odom skoraði 22 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers og Kwame Brown skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix með 32 stigum og 13 stoðsendingum, Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Tim Thomas 21 stig og hirti 10 fráköst, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Boris Diaw skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar. Kobe Bryant setti á svið enn eina sýninguna í nótt og hélt Lakers-liðinu inni í leiknum í framlengingunni með ótrúlegum skotum sínum. Það dugði hinsvegar ekki til í nótt, því eftir að Phoenix misnotaði fyrsta skotið í framlengingunni, hittu leikmenn liðsins úr næstu 7 skotum sínum í röð og kláruðu leikinn með frábærri vítanýtingu. Eftir að hafa verið komið í vonlitla stöðu með aðeins einum sigri í fyrstu fjórum leikjunum, getur Phoenix nú skyndilega klárað dæmið á heimavelli sínum í hreinum úrslitaleik á laugardagskvöldið. Aðeins sjö lið í sögu NBA hafa komið til baka og sigrað í einvígi eftir að hafa lent undir 3-1, en þar af urðu fimm þeirra NBA meistarar.Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, hefur aldrei fallið úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á ferli sínum sem þjálfari og það sem meira er, hafa lið undir hans stjórn unnið 44 einvígi þar sem þau hafa á annað borð komist yfir - og aldrei tapað. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
Leikmenn Phoenix Suns sýndu svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir í nótt þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 126-118 á útivelli í frábærum framlengdum leik í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Staðan í einvíginu er fyrir vikið orðin jöfn 3-3 og því verður hreinn úrslitaleikur í Phoenix á laugardagskvöldið. Leikurinn var sýndur á beint á NBA TV og óhætt er að álykta að enginn hafi verið svikinn af flugeldasýningunni í Staples Center í nótt. Gestirnir frá Phoenix voru skrefinu á undan lengst af í leiknum í nótt, sem þó var æsispennandi allan tímann. Undir lok venjulegs leiktíma var útlit fyrir að heimamenn ætluðu að hafa sigurinn, en Tim Thomas skaut Phoenix í framlengingu með dramatískri þriggja stiga körfu aðeins 6 sekúndum fyrir leikslok. Kobe Bryant tókst ekki að skora úr síðustu sókn Lakers og því var framlengt í stöðunni 105-105. Í framlengingunni tók svo Phoenix öll völd á vellinum og skoraði 21 stig á fimm mínútum gegn 13 hjá Lakers, en þar af var Kobe Bryant með 12 þeirra. Bryant skoraði 50 stig í leiknum sem er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni. Lamar Odom skoraði 22 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers og Kwame Brown skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix með 32 stigum og 13 stoðsendingum, Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Tim Thomas 21 stig og hirti 10 fráköst, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Boris Diaw skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar. Kobe Bryant setti á svið enn eina sýninguna í nótt og hélt Lakers-liðinu inni í leiknum í framlengingunni með ótrúlegum skotum sínum. Það dugði hinsvegar ekki til í nótt, því eftir að Phoenix misnotaði fyrsta skotið í framlengingunni, hittu leikmenn liðsins úr næstu 7 skotum sínum í röð og kláruðu leikinn með frábærri vítanýtingu. Eftir að hafa verið komið í vonlitla stöðu með aðeins einum sigri í fyrstu fjórum leikjunum, getur Phoenix nú skyndilega klárað dæmið á heimavelli sínum í hreinum úrslitaleik á laugardagskvöldið. Aðeins sjö lið í sögu NBA hafa komið til baka og sigrað í einvígi eftir að hafa lent undir 3-1, en þar af urðu fimm þeirra NBA meistarar.Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, hefur aldrei fallið úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á ferli sínum sem þjálfari og það sem meira er, hafa lið undir hans stjórn unnið 44 einvígi þar sem þau hafa á annað borð komist yfir - og aldrei tapað.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira