Innlent

Færri bjóða í lóðir en áður

Boðnar voru tíu til fjórtán milljónir króna í hverja lóð í tíu lóða útboði Reykjavíkurborgar í lóðir í Úlfarsárdal, en tilboðin voru opnuð í gær. Alls bárust 143 tilboð í lóðirnar frá aðeins sautján bjóðendum.

Það virðist því mun minni spenna á þessum vettvangi en var fyrir aðeins nokkrum mánuðum auk þess sem boðin eru lægri en verið hafa í einbýlishúsalóðir á höfuðborgarsvæðinu upp á síðkastið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×