Innlent

Sagðir stelast inn í lögsögu

Georgískur togari innan íslensku lögsögunnar í apríl sl.
Georgískur togari innan íslensku lögsögunnar í apríl sl. MYND/Landhelgisgæslan

Skipstjórar á íslenskum frystitogurum halda því fram að erlendir togarar eigi það til að stelast inn fyrir 200 mílna fiskveiðilögsögumörk Íslands á Reykjaneshrygg þegar Landhelgisgæslan sér ekki til, en slíkt er landhelgisbrot.

Engin var þó staðinn að verki þegar gæslan flaug yfir svæðið í gær en þar voru vel á fimmta tug erlendra togara, þar af níu svonefndir sjóræningjatogarar, sem ekki hafa veiðiheimildir á svæðinu samkvæmt fjölþjóðlegu samkomulagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×