Innlent

Þrettán ráðnir fyrstir til starfa

Meðal þeirra sem verða ráðnir síðar eru starfsmenn slökkviliðs varnarliðsins.
Meðal þeirra sem verða ráðnir síðar eru starfsmenn slökkviliðs varnarliðsins. MYND/Heiða

Fyrstu starfsmennirnir sem Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar ræður til að vinna við rekstur flugvallarins verða þrettán starfsmenn snjóhreinsunar- og brautadeildar. Vinna við samningagerð og ráðningar fer fljótt í fullan gang.

Þingmenn samþykktu lög um yfirtöku á rekstri Keflavíkurflugvallar samhljóða á Alþingi í gærkvöldi. Þó lögin taki ekki gildi fyrr en 1. júlí er í þeim bráðabirgðaákvæði sem tekur gildi strax. Það gerir flugvallarstjóra kleift að hefja vinnu við að ráða starfsmenn.

Starfsmenn Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli eru nú 62 en verða um 200 þegar hún tekur við rekstri flugvallarins.

Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri sagði við NFS í morgun að brýnasta verkefnið yrði að semja við þrettán starfsmenn snjóhreinsunar- og brautadeildar Bandaríkjahers. Þeir eiga að óbreyttu að láta af störfum undir lok næsta mánaðar. Björn vill ganga frá þriggja mánaða samningi við þessa starfsmenn til að festa þá í sessi meðan unnið er að gerð kjarasamninga fyrir þá starfsmenn sem eru nú á uppsagnarfresti hjá Bandaríkjaher.

Björn Ingi á von á því að hann fundi með því starfsfólki þeirra deilda á vegum Bandaríkjahers sem hafa komið að rekstri flugvallarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×