Innlent

Ríkissjóður á 50 milljarða króna

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands MYND/Heiða

Ríkissjóður er orðinn svo vel stæður að hann á 50 milljarða króna á reikningi í Seðlabankanum, sem eru umfram það sem þarf til afborgana og vaxtagreiðslna. Bankinn á andvirði Símans þar að auki. Því er svo komið að Ríkissjóður hefur enga þörf fyrir nýtt lánsfé og verður þetta sérstaka svigrúm notað til að örva verðbréfamarkaðinn hér í gegnum Lánasýslu ríkisins.

Skortur er nú á skuldabréfum á markaðnum, sem veldur vaxtalækkun, en það stríðir gegn þörf á vaxtahækkun sem meðal annars Seðlabankinn er að reyna að knýja fram. Hið opinbera ætlar því að grípa þarna inn í með því að Lánasýsla ríkisins breyti löngum verðtryggðum lánum í styttri óverðtryggð bréf til allt að tveggja ára, með það fyrir augum að vaxtamyndun verði eðlileg.

Vegna jákvæðrar stöðu Ríkissjóðs eru þessar tilfærslur mögulegar án nokkurrar lántöku. Markaðssérfræðingur sem NFS leitaði álits hjá í morgun telur að þetta muni hafa góð áhrif á skuldabréfamarkaðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×