Innlent

Vestfirðir kynntir í Perlunni

Önundarfjörður
Önundarfjörður Mynd/Róbert Reynisson.
Sýningin Perlan Vestfirðir verður sett í Perlunni í dag. Á sýningunni verða kynntir möguleikar á sviði ferðaþjónustu, atvinnu- og mannlífs á Vestfjörðum.

Það er Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða sem stendur fyrir sýningunni en hún er nú haldin í annað sinn í Reykjavík. Yfir 130 sýnendur taka þátt í sýningunni og víst er að það ættu allir að geta fundið eitt og annað áhugavert. Þá verður einnig boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlista- og skemmtiatriða auk fyrirlestra.



Þegar fréttamaður leit við Perlunni í morgun var undibúningur sýningarinnar í fullum gangi. Jón Páll Hreinsson, forstöðuðumaður Markaðsstofu Vestfjarða, segist þó ekki vera í nokkrum vafa með að allt náist í tæka tíð.

Sýningin verður sett formlega klukkan fjögur í dag fyrir boðsgesti. Á morgun opnar sýningin fyrir almenning en og verður þá opið frá klukkan ellefu til fimm á laugardag og sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×