Innlent

Hive býður upp á frí símtöl í alla heimasíma

Fjarskiptafyrirtækið Hive hyggst hasla sér völl á heimasímamarkaði. Hingað til hefur almenningur aðeins geta fengið heimasíma hjá Símanum og Og Vodafone. Hive kynnti þessa nýju þjónustu sína á blaðamannafundi í morgun í verslun fyrirtækisins við Grensásveg, og þar kom meðal annars fram að boðið verður upp á gjaldfrjáls símtöl í alla heimasíma. Auk þess munu viðskiptavinir geta hringt fyrir allt að níutíu og þriggja prósenta lægra verð til útlanda úr heimasíma Hive. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að með tilkomu Hive á heimasímamarkað sé loks hafin virk samkeppni á þeim markaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×