Innlent

Fékk veiðarfærin í skrúfuna

Frár VE-78
Frár VE-78 MYND/Tryggvi Sigurðsson
Björgunarskipið Hannes Hafstein frá Sandgerði fór til aðstoðar togaranum Frá frá Vestmannaeyjum í gærkvöld en hann hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna. Togarinn var um 20 sjómílum út af Sandgerði þegar óhappið varð. Kafarar voru með um borð í björgunarskipinu og freistuðu þeir þess að skera úr skrúfu skipsins á staðnum. Það gekk ekki eftir og því ákveðið að fara með Frá í land. Hannes Hafstein kom svo með togarann í togi til hafnar í morgun. Ekki var mikil hætta á ferðum þar sem sjólag og veðurskilyrði voru ágæt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×