Innlent

Segir tap Ríkisútvarpsins innbyggt í reksturinn

Útvarpsstjóri telur um tvö hundruð milljóna króna halla Ríkisútvarpsins óásættanlegan, en segir tapið innbyggt í reksturinn. Halli stofnunarinnar hefur fjórfaldast á milli ára.

Árið 2004 tapaði Ríkisútvarpið um fimmtíu milljónum króna og er tap síðasta árs nærri fjórum sinnum hærra eða 196 milljónir króna. Frá ársbyrjun 2000 hefur stofnunin tapað 1.143 milljónum króna. Páll Magnússon segir tapið óásættanlegt en það sé innbyggt í rekstur RÚV eins og hann hefur verið. Hann telur tapið undirstrika þörfina fyrir hlutafélagavæðavæðingu.

Rúv fékk leyfi frá Kauphöll Íslands til þess fresta útgáfu árskýrslu og segir Páll ástæður þess vera tæknilegar. Skipt hafi verið um bókhaldskerfi sem hafi haft óþægilegar tafir í för með sér. Hann segir ástæðu seinkunarinnar ekki vera tímasetningu á þinghléi.

Páll segir ástæðuna fyrir tapinu skýrast af afskriftum sem gera hefði átt ráð fyrir í áætlun stofunarinnar en hafi ekki verið gert. Þar á hann meðal annars við kröfu frá lífeyrissjóði starfsmanna upp á rúmlega tuttugu milljónir, en útvarpið hefur ekki viðurkennt kröfuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×