Innlent

Fuglaskoðunarsetur gæti gefið 50 milljónir

Fuglaskoðunarsetur, vínframleiðsla, refaskoðun og víkingaþorp voru meðal hugmynda sem fram komu á málþingi um breytta atvinnustefnu á Vestfjörðum.

Fjallað var um sjálfbæra þróun atvinnumála og stóriðjulausa Vestfirði.

Fjórðungssamband Vestfjarða í samvinnu við sýninguna Perlan Vestfirðir héldu í dag málþingið sem er liður í að breyta atvinnustefnu á Vestfjörðum. Voru stjónvöld meðal annars gagnrýnd fyrir stóriðjustefnu sína en þeir sem stóðu að málþinginu vilja að framtíðarsýn Vestfjarða byggist á sjálfbærri þróun án stóriðju.

Hugmyndir komu fram eins og um arnarskoðunarsetur í Reykhólasveit en það er eini staðurinn á Íslandi sem hægt er sjá marga erni á flugi í einu. Ásta Þorleifsdóttir, umhverfisverkfræðingur, segir að passa verði upp á að spilla ekki nátturunni við slíkar framkvæmdir en telur raunhæft að sveitarfélagið getið fengið um fimmtíu milljónir í tekjur á ári.

Ásta hafði ýmsar aðrar hugmundir eins um víkingaþorp í einu firðinum þar sem meðal annars væri hægt að gefa saman pör, refaskoðun og vínframleiðslu.Þá voru aðrir með hugmyndir um að alþjóðavæða landsbyggðina.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×