Innlent

Það mátti kaupa ýmislegt hjá löggunni í dag

Steypuhrærivélar, regnhlífar, hjól, ferðatöskur og margt fleira var í boði á árlegu uppboði lögreglunnar í Reykjavík í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína á uppboðið og gerði kostakaup, aðrir keyptu hins vegar köttinn í sekknum.

Það kenndi ýmissa grasa á uppboði lögreglunnar í reykjavík en uppboðið er árviss viðburður þar sem munir sem fundist hafa og komið hefur verið með til lögreglunnar eru seldir hæstbjóðanda. Það var mikið líf og fjör á uppboðinu. Sumir voru þarna komnir til að gera góð kaup, aðrir til að hafa gaman af.

Einhverjir keyptu köttinn í sekknum því einhvað var um það að hlutir sem keyptir voru virkuðu ekki sem skildi. Þannig sagði einn viðskiptavinanna farir sínar ekki sléttar því reiðhjól sem hann hafði fest kaup á fyrir 6000 krónur datt í sundur þegar hann lyfti því upp. Og suma hluti var einfaldlega ekki hægt að selja

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×