Erlent

Mannskæðar sprengjuárásir í Írak

Tugir manna hafa farist í sprengjuárásum í Írak í morgun. 21 lést og 52 slösuðust, allt óbreyttir borgarar, þegar bílsprengja sprakk við rútustöð í hinni helgu borg Karbala. Ekki er vitað hverjir stóðu fyrir tilræðinu en súnníar hliðhollir al-Kaída hafa áður beint spjótum sínum að sjíum sem búa í borginni.

Þá dóu átta manns þegar uppreisnarmaður ók bíl sínum, fylltum sprengiefni, að varðstöð lögreglu í Bagdad. Í gær fórust fimm Bretar með herþyrlu sem var skotin niður yfir Basra. Til mikilla óeirða kom í borginni í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×