Varnarleikur meistaranna gerði útslagið 8. maí 2006 05:45 Hér eigast þeir við í leiknum í gær, Bruce Bowen og Dirk Nowitzki, en þeir eiga eftir að kljást mikið áður en úrslit liggja fyrir í einvígi San Antonio og Dallas NordicPhotos/GettyImages San Antonio hafði ekki nema einn og hálfan sólarhring til að jafna sig eftir viðureign sína við Sacramento í fyrstu umferðinni áður en liðið sneri aftur heim og tók á móti Dallasí fyrsta leik annarar umferðarinnar í Vesturdeildinni. Meistararnir skelltu í lás í vörninni á lokasprettinum í hnífjöfnum leik og höfðu sigur 87-85. Tim Duncan átti frábæran leik fyrir San Antonio í gær, skoraði 31 stig og hirti 13 fráköst. Tony Parker skoraði 19 stig og Manu Ginobili bætti við 15 stigum. Varamaðurinn Jerry Stackhouse skoraði 24 stig fyrir Dallas, Dirk Nowitzki skoraði 20 stig og hirti 14 fráköst og Josh Howard skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. "Ég tek eftir því að sum lið eru hætt að tvídekka Tim Duncan. Það er mjög slæm hugmynd. Hann var frábær í kvöld og þegar hann er að spila svona vel er eftirleikurinn okkur hinum svo miklu auðveldari," sagði Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio um leikaðferð Dallas. Leikurinn var í járnum allan tímann, en eins og áður sagði var það varnarleikur heimamanna sem gerði útslagið. Dallas skoraði ekki körfu utan af velli á síðustu þremur mínútum leiksins. Það var ekki síst varnarjaxlinn Bruce Bowen sem var hetja San Antonio, því hann skoraði það sem reyndist sigurkarfa liðsins þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum - og náði svo að hanga á Dirk Nowitzki í lokin og koma í veg fyrir að hann næði góðu skoti til að reyna að jafna leikinn. Það kom í hlut Jerry Stackhouse að eiga síðasta skot Dallas í leiknum, sem var örvæntingarfullt og illa ígrundað þriggja stiga skot úr horninu sem var fjarri því að hitta. Flest bendir til þess að einvígi þessara liða verði jafnt og æsispennandi, því liðin gjörþekkja hvort annað. Avery Johnson, þjálfari Dallas, spilaði í mörg ár undir stjórn Gregg Popovich, þjálfara San Antonio. Michael Finley, núverandi leikmaður San Antonio, lék áður í níu ár með Dallas. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira
San Antonio hafði ekki nema einn og hálfan sólarhring til að jafna sig eftir viðureign sína við Sacramento í fyrstu umferðinni áður en liðið sneri aftur heim og tók á móti Dallasí fyrsta leik annarar umferðarinnar í Vesturdeildinni. Meistararnir skelltu í lás í vörninni á lokasprettinum í hnífjöfnum leik og höfðu sigur 87-85. Tim Duncan átti frábæran leik fyrir San Antonio í gær, skoraði 31 stig og hirti 13 fráköst. Tony Parker skoraði 19 stig og Manu Ginobili bætti við 15 stigum. Varamaðurinn Jerry Stackhouse skoraði 24 stig fyrir Dallas, Dirk Nowitzki skoraði 20 stig og hirti 14 fráköst og Josh Howard skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. "Ég tek eftir því að sum lið eru hætt að tvídekka Tim Duncan. Það er mjög slæm hugmynd. Hann var frábær í kvöld og þegar hann er að spila svona vel er eftirleikurinn okkur hinum svo miklu auðveldari," sagði Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio um leikaðferð Dallas. Leikurinn var í járnum allan tímann, en eins og áður sagði var það varnarleikur heimamanna sem gerði útslagið. Dallas skoraði ekki körfu utan af velli á síðustu þremur mínútum leiksins. Það var ekki síst varnarjaxlinn Bruce Bowen sem var hetja San Antonio, því hann skoraði það sem reyndist sigurkarfa liðsins þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum - og náði svo að hanga á Dirk Nowitzki í lokin og koma í veg fyrir að hann næði góðu skoti til að reyna að jafna leikinn. Það kom í hlut Jerry Stackhouse að eiga síðasta skot Dallas í leiknum, sem var örvæntingarfullt og illa ígrundað þriggja stiga skot úr horninu sem var fjarri því að hitta. Flest bendir til þess að einvígi þessara liða verði jafnt og æsispennandi, því liðin gjörþekkja hvort annað. Avery Johnson, þjálfari Dallas, spilaði í mörg ár undir stjórn Gregg Popovich, þjálfara San Antonio. Michael Finley, núverandi leikmaður San Antonio, lék áður í níu ár með Dallas.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira